FJÁRMÁL OG REKSTUR

Rekstur Landsnets gekk vel árið 2015 þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður og tjón af völdum óveðurs. Hagnaður var ríflega fjórir milljarðar króna á móti tæplega 3,8 milljörðum árið 2014. Hagnaður fyrir fjármagnsliði hækkaði um 1,3 milljarða króna milli ára og skýrist að langmestum hluta af hagstæðri gengisþróun. Meirihluti tekna fyrirtækisins er í Bandaríkjadölum (USD) og staða hans er sterk. Þá var ráðist í niðurgreiðslu skulda upp á sjö milljarða króna á árinu til að draga úr fjármagnskostnaði.