NÝSKÖPUN OG RANNSÓKNIR

Allt frá því að Landsnet tók til starfa fyrir rúmum áratug hafa rannsóknir, nýsköpun og þróun verið höfð að leiðarljósi við uppbyggingu og stýringu raforkukerfisins með það að markmiði að tryggja örugga afhendingu rafmagns til íbúa og fyrirtækja á Íslandi og draga úr sjónrænum áhrifum mannvirkja eins og kostur er. Framan af var megináherslan lögð á verkefni tengd hönnun og þróun háspennulína en á síðari árum hafa rannsóknar- og þróunarverkefni tengd jarðstrengjum og stýringu raforkukerfa fengið aukið vægi.