MANNAUÐUR OG SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Gildi Landsnets, ábyrgð, samvinna og virðing eru höfð að leiðarljósi í allri þjónustu félagsins. Störfum er sinnt af ábyrgð í samræmi við það mikilvæga samfélagslega hlutverk sem félagið gegnir, samvinna birtist í liðsheild, hlustað er á ólík sjónarmið og virðing felur í sér jákvæða og umburðarlynda afstöðu gagnvart skoðunum og störfum annarra. Raforkukerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins, eins og þjóðvegir, hafnir og flugvellir, og það verður að vera í stakk búið til að mæta kröfum notenda hvar sem er á landinu um aðgang að öruggu og nægu rafmagni. Landsnet hefur sett sér það markmið að ná eins breiðri sátt og mögulegt er um leiðir sem farnar verða til tryggja örugga afhendingu raforku til framtíðar og taka jafnframt tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.